Leiðarlýsing
Hlaupið hefst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni, farið er eftir nýja stígnum þvert yfir dalinn, undir Reykjanesbrautina og inn í Fossvogsdalinn, yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbrautina og beygt til hægri upp hjá Háskólanum í Reykjavík, hlaupið meðfram Öskjuhlíðinni upp að Hótel Natura og meðfram Nautólsveginum aftur niður að Nauthólsvík og svo áfram eftir stígnum vestur á Ægisíðu, þar sem snúið er við og farin sama leið til baka. Maraþonhlauparar fara þessa leið tvisvar. Drykkjarstöðvar eru við HR, snúninginn við Ægisíðu og í markinu, eða með um 5 km millibili.
Heilt maraþon hefst kl. 9:00 og hálft maraþon kl. 11:00
Mynd af leiðinni:









Leiðin að startinu
Marksvæðið er í austurhluta borgarinnar skammt frá Toppstöðinni við Rafstöðvarveg 4. Hægt er að koma akandi að markinu og eru næg bílastæði á staðnum. Einnig er hægt að taka strætó sem stoppar skammt frá markinu eða koma með leigubíl. Möguleikinn á að taka strætó er þó ekki fyrir hendi fyrir maraþonhlauparana þar sem vagnarnir eru ekki farnir að ganga svo snemma á laugardagsmorgnum .
Viðbótarupplýsingar

Salerni og fl
Salerni eru staðsett við upphafsreit. Á marksvæðinu er upphitað tjald þar sem hægt er að geyma dót á meðan hlaupið er.

Drykkir
Drykkjarstöðvar eru á 5 km fresti og í markinu er boðið upp á hressingu eftir hlaupið.

Verðlaunagripir
Verðlaunagripirnir fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki eru gerðir úr fallegu íslensku stuðlabergi og eiga engan sinn líka.