Leiðarlýsing

Hlaupið hefst á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni, farið er eftir nýja stígnum þvert yfir dalinn, undir Reykjanesbrautina og inn í Fossvogsdalinn, yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbrautina og beygt til hægri upp hjá Háskólanum í Reykjavík, hlaupið meðfram Öskjuhlíðinni upp að Hótel Natura og meðfram Nautólsveginum aftur niður að Nauthólsvík og svo áfram eftir stígnum vestur á Ægisíðu, þar sem snúið er við og farin sama leið til baka. Maraþonhlauparar fara þessa leið tvisvar. Drykkjarstöðvar eru við HR, snúninginn við Ægisíðu og í markinu, eða með um 5 km millibili.

Mynd af leiðinni:

Upplýsingar um hlaupið

Hlaupið hefst fyrir framan Toppstöðina í Ellliðaárdalnum.  Heilt maraþon hefst kl. 9:00 og hálft maraþon kl. 11:00.

Við mælum með að allir sem hafa tök á sæki númer í hlaupið í Sport24 í Miðhrauni 2 í Garðabæ vikuna fyrir hlaup til að forðast örtröð við rásmarkið. Opið er í Sport24 alla virka daga á milli kl. 11 og 18.

Hlaupanúmer eru afhent í Hitt húsið – Rafstöðvarvegi 7 fram að ræsingu.

Virkja má hlaupanúmerin með því að fara inn á bib.is og fylgja leiðbeiningum. Athugið að hlaupanúmer verður að vera sýnilegt að framan allt hlaupið. Á hlaupanúmerinu er áfest tímatökuflaga sem meðhöndla þarf með gát. Ranglega staðsett hlaupanúmer getur valdið því að millitímar og lokatími mælast ekki.

Brautargæsla er í höndum meðlima hlaupahópana á viðkomandi svæðum á hlaupaleiðinni. Einnig er braurtin vel merkt með skiltum og keila við hvern kílómeter.

Tímamörkin í heilu maraþoni eru 2,5 tímar þegar hlaupið er hálfnað. Þeir sem ákveð að halda áfram gera það á eigin ábyrgð. Tímamörkin í hálfu maraþoni er 3 tímar.

Leiðin að startinu

Marksvæðið er í austurhluta borgarinnar skammt frá Toppstöðinni við Rafstöðvarveg 7. Hægt er að koma akandi að markinu og eru næg bílastæði á staðnum. Einnig er hægt að taka strætó sem stoppar skammt frá markinu eða koma með leigubíl

From city center to the start
From city center to the start

Viðbótarupplýsingar

Tímataka

Tímatakan fer fram með flögum og eru millitímar á 5, 10.5, 16, 21, 26, 31.5 og 37 km skráðir á netið á meðan á hlaupinu stendur og birtast á timataka.net, sjá nánari upplýsingar hér.

Salerni og fl

Salerni eru staðsett við upphafsreit. Á marksvæðinu er Hitt húsið sem við höfum leigt. Þar eru næg klóset, hægt að slaka á fyrir hlaupið og geyma dótið á meðan hlaupið er.

Drykkir

Drykkjarstöðvar eru á 5 km fresti og í markinu er boðið upp á hressingu eftir hlaupið ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma og rabbabarasultu.

Verðlaunagripir

Verðlaunagripirnir fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki eru gerðir úr fallegu íslensku stuðlabergi og eiga engan sinn líka.

Deila

Facebook
Twitter
WhatsApp
Email
Print
Skype
Facebook